Mannréttindabrot dana fyrir allra augum..

Ætla að mæla með þessari grein um málið í Politiken: http://politiken.dk/debat/kroniker/article735819.ece
Þar er fjallað um hvernig dönsk stjórnvöld hafa með þessu brotið fleiri sáttmála. Einnig hafa stjórnvöld í danmörku látið aðvaranir frá UNHCR (flóttamannadeild sameinuðu þjóðanna) sem vind um eyru þjóta.
UNHCR hefur varað við að svokallað "refoulement" geti átt sér stað (heimsending til pyntinga, ómanneskjulegrar eða niðjurlægjandi meðferðar)
UNHCR varar við að fleiri héruð í Írak séu engan vegin það stabíl að hægt sé að senda fólk til baka.
Þess má líka geta að dönsk stjórnvöld hafa áður neitað írökum um hæli, sent þá heim og viðkomandi endað í fangelsi og lent í pyntingum. Þetta gerðist ma. með ungan íraskann mann í 2006, og ef að ég man rétt þá komst hann fyrir eitthvað kraftaverk aftur til danmerkur og kærði dönsk stjórnvöld.
Það er óhugnarleg en góð samlíking í enda greinarinnar í Politiken. Þar er heimsendingunum líkt við nornaveiðarnar til forna: Grunuðum nornum var drekkt, ef að þær flutu upp voru þær nornir og voru teknar og brenndar á báli. Ef að þær sukku þá voru þær saklausar, en búið að drekkja þeim auðvitað þegar þeirri ályktun var náð.
Á sama hátt má segja að ef að hælisleytandi sem að er neitað um hæli og sendur til baka er fangelsaður, pyntaður og jafnvel myrtur, ja, þá var greinilega þrátt fyrir allt ástæða til þess að veita viðkomandi hæli.....
mbl.is Fimm Írakanna handteknir á flugvellinum í Baghdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn bloggar

Höfundur

Ingunn Ósk Ólafsdóttir
Ingunn Ósk Ólafsdóttir
Þetta blogg er aðallega sprottið af þörf höfundar til að tjá sig um mannréttindamál hverskonar.. já og flest það sem að kemur við réttlætiskenndina, allt sem að minnir á að við eigum aldrei að hætta að berjast fyrir betri heimi....
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Billede 6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband