Sæmdarmorð

Annar bloggari hér skrifar að faðirinn sé greinilega geðbilaður...
Held því miður að það sé ekki rétt þó svo að það ætti að vera augljósasta ástæðan
fyrir svo "geðveikislegum" og tilgangslausum glæp.
Þetta er svokallað sæmdarmorð og því miður ekkert einsdæmi.
Í sumum múslímskum löndum fær maður enga refsingu fyrir sæmdarmorð, í
öðrum mun mildari refsingu ef að ástæða morðsins er sú að verið sé að verja
"heiður" fjölskyldunnar.
Ekki er þetta heldur einskorðað við austurlönd fjær, heldur gerist þetta víða í
Evrópu líka... td. kaupmannahöfn sem að er nú bara steinsnar frá okkur.

Ég er sammála bloggaranum sem að ég vitnaði í áðan um að það er ótrúlegt
hvað hægt er að gera í skálkaskjóli trúarbragða, sæmdarmorð tíðkast nær
eingöngu hjá múslímum.
Væri óskandi að þetta fólk hætti að lifa á miðöldum, við eigum engan vegin
að sætta okkru við slíkt í hinum verstræna heimi. Hvergi á að sætta sig við
slíka meðferð á konum og stúlkum.... Hvergi !


mbl.is Lét myrða dóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki eins og þetta sé merkileg frétt! Múslimar britja niður konur alla daga allt árið um allan heim! Viljum við þetta inn í landið okkar? Viljum við mosku hér??

óli (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 18:59

2 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

Undarleg alhæfing og raunar þverstæða þegar betur er að gáð:  "það er ótrúlegt hvað hægt er að gera í skálkaskjóli trúarbragða, sæmdarmorð tíðkast nær eingöngu hjá múslímum."

Annars vegar alhæfir þú um sæmdarmorð sem eitthvað sem gert er í skálkaskjóli trúarbragða og um leið slærð þú botninn úr eigin röksemd með því að segja að þetta tíðkist nær eingöngu hjá múslímum.

Annars er þetta móðgandi málatilbúningur hjá þér gagnvart þeim milljörðum jarðarbúa sem leggja stund á trúarbrögð friðar, umburðalyndis og kærleika með þeim hætti að þess gætir í lífi þeirra og starfi. 

Valdimar Hreiðarsson, 13.4.2009 kl. 19:38

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Eru það ekki Austurlönd nær?

Páll Geir Bjarnason, 14.4.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Ingunn Ósk Ólafsdóttir

Takk fyrir athugasemdirnar.

Nei þetta er því miður ekki "mekrileg" frétt, skilið þannig að þetta er eins og þú bendir á Óli allt of algengt. En ekki minna alvarlegt fyrir þær sakir... ég verð allaveg jafn sorgmædd í hvert skipti sem að ég sé slíka frétt.

Valdimar, eftir því sem ég best veit þá eru sæmdarmorð nær alltaf tengd Islam, sem að jú eru trúarbrögð, ekki satt ? Og múslimar eru fólk sem að iðka íslam. Það er reyndar engin alhæfing í textanum mínum, ég segi að það sé óskandi að þetta fólk hætti að lifa eins og á miðöldum, og þá vísa ég til fólks sem að aðhyllist sæmdarmorð, en ekki allra múslima í heiminum, biðst velvirðingar ef að það var ekki nógu skýrt. Ég hef lifað í svokölluðu fjölmenningarlegu samfélagi árum saman, með fullt af múslimum, og er fullkomlega meðvituð um að sem betur fer aðhyllast alls ekki allir múslimar sæmdrmorð. Aftu á móti eru það nær alltaf múslimar sem að standa að baki sæmdarmorða, því miður, hefur það ekkert með trúarbrögðin að gera ?

Þykir einnig leitt að þú skulir lesa móðganir úr þessu, af hverju er maður alltaf að móðga einhvern þegar maður færir rök gegn mannréttindabrotum ? Þykir þér ekkert "móðgandi" fyrir konur (og börn) að vera réttdræpar, misþyrmt, umskornar og þar fram eftir götunum? Ég bara spyr, og er ekki að reyna að móðga neinn !

ps: Hefurðu lesið ævisögu Ayan Hirsi Ali, Frjáls ?

kv. Ingunn

Ingunn Ósk Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 10:10

5 Smámynd: Ingunn Ósk Ólafsdóttir

Biðst velvirðingar á ásláttarvillum... á auðvitað að vera "merkileg" frétt.

Langar að bæta við smá tilvitnun úr bók eftir Ayaan Hirsi Ali. Hún er sómölsk kona sem að er fyrverandi múslími og hefur búið í Sómalíu, Saudi Arabíu og Kenýa, og hefur gengið í kóranskóla árum saman í þessum löndum.

"Hversu ákaflega sem menn vilja telja sér trú um að íslam sé umburðarlynd og friðsæl trú, blasa samt við þær staðreyndir að aldagamlar ákvarðanir Múhameðs Spámanns hafa enn gildi nú á dögum. Hendur manna eru höggnar af og konur grýttar og hnepptar í þrældóm. Sú hugsun sem að ég kynntist í Saudi Arabíu og hjá Múslímska bræðralaginu í Kenýa og Sómalíu er ósamrýmanleg mannréttindum og frjálslyndum gildum. Hún varðveitir hugmyndir ættbálka um sæmd og vansæmd sem eiga rætur að rekja til lénsveldis. Hún byggir á sjálfsblekkingum, hræsni og tvöföldu siðgæði. " Ayaan Hirsi Ali, Frjáls, bls 355.

Ingunn Ósk Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 10:51

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Ingunn Ósk

Það er rétt hjá þér að koma með þá sennilegu skýringu að hér sé um "sæmdarmorð" að ræða því það vantar algerlega í fréttaflutninginn.  Hugsanlega eru aðrar skýringar en þær eru ósennilegar. 

Það er barnalegt að kalla Íslamstrú, trú friðar og kærleiks, því það er jafn mikil einföldun og ósannindi eins og að kalla hana eingöngu trú haturs, kúgunar og ofbeldis.  Það er alveg ljóst að Mohameð spámaður breiddi út rétttrúnað sinn með sveðjunni og hernaði.  Afsakanirnar eru þær að þær fjölgyðingstrúr sem fyrir voru á Arabíuskaganum hafi verið slæmar.  Kóraninn er með hundruði tilvitnana þar sem kveðinn er harður dómur yfir villutrú eða trúleysi.  Enn í dag er fólk drepið fyrir að leggja af þessa "trú friðar" eða sýna frjálslyndi í andstöðu við reglur þess fólks sem trúir á Allah.   Til er slatti af frjálslyndum múslimum en það er vegna þess að slíkt fólk hefur lagt af mikið af trú sinni og skilur eftir almennan kjarna kærleiksboðskaps.  Bókstaflega tekin eru bæði Biblían og Kóraninn stórhættuleg rit.  Hvers vegna fólk vill enn trúa á þær sem heilög rit er nokkur ráðgáta en lýsir helst hversu mannskepnan er ósjálfstæð og veikluð í massavís.

Svanur Sigurbjörnsson, 14.4.2009 kl. 15:54

7 Smámynd: Ingunn Ósk Ólafsdóttir

Sæll Svanur og takk fyrir athugasemdina þína.

Í sambandi við sæmdarmorð, þá er sennilega ekki mikið talað um þau á íslandi. Þau eru kannski aðeins of fjarlæg. En þegar maður býr í borg á norðulöndunum og upplifir að múslimskar stúlkur eru skotnar niður nokkrum götum frá manni þá skellur raunveruleikinn á manni....

Ég sé að við erum á sömu bylgjulengd... það er einmitt ótrúlega hættulegt þegar fólk fer að taka bækur, skrifaðar af fólki fyrir mörgum öldum, bókstaflega. Hvort sem að um er að ræða Bibliuna, Kóraninn eða annað. Annað er að manneskjan túlkar jú hlutina á mismunandi vegu, oft eftir hentisemi. Þar til fyrir skömmu hafa trúarleg rit nánast alltaf verið túlkuð af karlmönnum, það er nýlega farið að breytast. Sumt af því sem að í nafni íslam er notað til að brjóta mannréttindi er svo alls ekki í kóraninum, heldur er kannski hefð einhverrar menningar, eða mistúlkun á vissum stað.... ég vil þó voga mér að halda því fram að þeir karlmenn sem að í gegnum aldirnar hafa túlkað kóraninn, hafa túlkað hann mjög sér í vil og til að hafa tangarhald á konunni.... þessu eru konur bara því miður enn að súpa seyðið af í dag.

Það er einmitt gott dæmi sem að þú tekur um villutrú og Islam, það er jú nánast dauðadómur hjá strangtrúa múslimum að snúa baki við trúnni, ég get heldur ekki séð hvernig það samræmist "trú friðar og umburðarlyndis" !

Ég nefni sem dæmi ungan íranskan mann sem að búsettur er í Hollandi. Hann hefur stofnað samtök fyrverandi múslíma þar í landi. Síðan að hann stofnaði þessi samtök tekur hann ekki eitt skref án lífvarða.... þetta er algerlega absúrd, en staðreynd.

Af sömu ástæðum hefur Ayaan Hirsi Ali þurft að fara huldu höfði og hafa lífverði. Út af því einu að hún sagði skoðanir sínar opinberlega. Það var hennar glæpur. Er þetta það samfélag sem að við viljum ?

kv

Ingunn

Ingunn Ósk Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 16:34

8 Smámynd: Ingunn Ósk Ólafsdóttir

P.S Sé að við erum kollegar Svanur... kv Ingunn

Ingunn Ósk Ólafsdóttir, 14.4.2009 kl. 16:41

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl á ný

Ég tek undir orð þín.  Ég mæli með bók hinnar kanadísku Irsjad Manji sem er lesbísk og múslimi.  Bókin heitir "The problem with Islam today".   Hún er mjög gagnrýnin á þessi atriði sem þú hefur minnst á.   Ég á "Frelsið" hennar Ayaan Hirsi Ali en á eftir að lesa hana.  Hún er ofarlega á listanum ;-)

Ég þekkist bloggvinaboð þitt.  Gaman að sjá kollega með viti hér. 

Kveðja

Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 17.4.2009 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn bloggar

Höfundur

Ingunn Ósk Ólafsdóttir
Ingunn Ósk Ólafsdóttir
Þetta blogg er aðallega sprottið af þörf höfundar til að tjá sig um mannréttindamál hverskonar.. já og flest það sem að kemur við réttlætiskenndina, allt sem að minnir á að við eigum aldrei að hætta að berjast fyrir betri heimi....
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Billede 6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband