Hver kann að reikna?

Í dag þyrmdi algerlega yfir mig.  þetta hefur að vísu brunnið á mér í langann tíma en það var einhvernvegin eins og mælirinn hefði fyllst í þessari viku.   Hvernig getur það verið að við lifum í samfélagi þar sem ad allt of stór hluti fólks verður undir í lífsgæðakapphlaupinu og bókstaflega liggur hjálparlaust eftir í forugum dekkjaförunum sem að jeppar forréttindafólksins skilja eftir sig..?  Maður skyldi ætla að eftir því sem að fólk á stærri bíl öðlist það meiri yfirsýn, en því virðist öfugt farið, fólk situr í sínum fílabeinsturnum, blint á aðstæður náungans og eftir því sem að jeppaeign forréttindafólksins eykst (nokkuð sem að ég sé sem hlutgerving þróunarinnar hér á landi) því rýrari verður réttur hinna og því minni meðvitund verður í samfélaginu um þetta óréttlæti.

Tökum dæmi sem að er mér nærstætt. Hér á landi blómstra lyfjafyrirtæki og apótek sem aldrei fyr. Álagning á lyf er gífurleg og eins og fram hefur komið nýlega eru lyf hér á landi mun dýrari en í nágrannalöndunum. Auk þess borga ísendingar mun meira fyrir heilbrigdisþjónustu en fólk í okkar nágrannalöndum, þetta til samans gerir að það er mjög dýrt að veikjast á íslandi, svo einfalt er það. Við borgum minni skatta en nágrannar okkar á norðulöndunum og borgum á móti minna fyrir hina ýmsu þjónustu frá hinu opinbera, og þar er heilbrigdisþjónustan sennilega efst á blaði. En hver notar heilbrigðiskerfið mest? Hver fer flestar ferðir í apótekið til ad leysa út þessi dýru  lyf? Er það sama fólkið og nýtur mest góðs af lágri skattaprósentu ? Kemur þetta út á eitt?  Mitt svar er nei... alls ekki. Við mér blasir að það fólk sem að mest á undir höggi að sækja fjárhagslega og félagslega, það líður fyrir þetta fyrirkomulag okkar. það þénar lítið og finnur minna fyrir tekjuskattinum og enn minna fyrir hátekjuskatti en aftur á móti er það háð heilbrigðiskerfinu og lepur dauðann úr skel einmitt þess vegna. Við sem erum meira forréttindafólk, höfum góð laun og góða heilsu, sjö, níu, þrettán, við högnumst af þessu. Fyrir okkur er auðvitað miklu hagkvæmara að hafa þetta svona, við fáum stærri prósentu af laununum okkar í vasann, frábært, ekki satt ?  Ef að þetta er ekki ójöfnuður þá veit ég ekki hvað, og þetta leyfi ég mér að segja þrátt fyrir ályktanir í aðra átt sem að ýmsir einstaklingar, hlaðnir hagfræðigráðum hafa sett fram í fjölmiðlum , svo flókið er reikningsdæmið ekki, eða hvað?

Aftur og aftur hef ég lent í því að skrifa út lyfseðil til fólks sem að svo segir mér að ég geti alveg eins sparað mér pappírinn þar sem að það hafi engan vegin efni á því að leysa hann út! Meira að segja foreldar sem að hafa ekki efni á nauðsynlegum lyfjum fyrir börnin sín, en foreldrar ganga nú oftast langt til þess að veita börnum sínum það nauðsynlegasta. Dæmi eru um ad læknar fari í eigin vasa til þess að tryggja það að skjólstæðingurinn fái nauðsynlegt lyf.  Samtök mönnuð sjálfboðaliðum safna saman með mikilli vinnu, fé til þess ad illa staddar fjölskyldur geti keypt lyf. Og þetta er á íslandi, íslandinu okkar þar sem að allt er til alls.... fyrir suma, vel að merkja. Íslandið okkar, draumalandið. ´

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Palli

Þetta er alveg rétt hjá þér!!!! en svolítið djúpt og óréttlátt gagnvart venjulegu fólki sem á jeppa á kaupleigu eða þannig????? Og ertu ekki að misnota aðstöðu þín í starfi??? eða hvað

Palli, 31.3.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Ingunn Ósk Ólafsdóttir

Takk fyrir kommentið. Gerði mér grein fyrir að með þessu bloggi gæti ég sært jeppafólk. Tók fram að fyrir mér væru jepparnir hlutgervingur þróunarinnar hér á landi, og því á einstakur jeppaeigandi ekki að taka þetta persónulega, eða ég vona ekki.  Er ekki sammála því að ég sé að misnota aðstöðu, skil ekki alveg hvadð þú meinar með því. Það vill bara svo til að ég sé þessa hluti meðal annars í mínu starfi og tala um þetta almennt og án þess að brjóta þagnarskyldu eða annað slíkt. Mér finnst mér einmitt bera skylda til þess vegna míns starfs að vekja athygli á ójöfnuðnum sem að blasir við.

Ingunn Ósk Ólafsdóttir, 31.3.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingunn bloggar

Höfundur

Ingunn Ósk Ólafsdóttir
Ingunn Ósk Ólafsdóttir
Þetta blogg er aðallega sprottið af þörf höfundar til að tjá sig um mannréttindamál hverskonar.. já og flest það sem að kemur við réttlætiskenndina, allt sem að minnir á að við eigum aldrei að hætta að berjast fyrir betri heimi....
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Billede 6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 231

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband