Mannréttindabrot dana fyrir allra augum..

Ætla að mæla með þessari grein um málið í Politiken: http://politiken.dk/debat/kroniker/article735819.ece
Þar er fjallað um hvernig dönsk stjórnvöld hafa með þessu brotið fleiri sáttmála. Einnig hafa stjórnvöld í danmörku látið aðvaranir frá UNHCR (flóttamannadeild sameinuðu þjóðanna) sem vind um eyru þjóta.
UNHCR hefur varað við að svokallað "refoulement" geti átt sér stað (heimsending til pyntinga, ómanneskjulegrar eða niðjurlægjandi meðferðar)
UNHCR varar við að fleiri héruð í Írak séu engan vegin það stabíl að hægt sé að senda fólk til baka.
Þess má líka geta að dönsk stjórnvöld hafa áður neitað írökum um hæli, sent þá heim og viðkomandi endað í fangelsi og lent í pyntingum. Þetta gerðist ma. með ungan íraskann mann í 2006, og ef að ég man rétt þá komst hann fyrir eitthvað kraftaverk aftur til danmerkur og kærði dönsk stjórnvöld.
Það er óhugnarleg en góð samlíking í enda greinarinnar í Politiken. Þar er heimsendingunum líkt við nornaveiðarnar til forna: Grunuðum nornum var drekkt, ef að þær flutu upp voru þær nornir og voru teknar og brenndar á báli. Ef að þær sukku þá voru þær saklausar, en búið að drekkja þeim auðvitað þegar þeirri ályktun var náð.
Á sama hátt má segja að ef að hælisleytandi sem að er neitað um hæli og sendur til baka er fangelsaður, pyntaður og jafnvel myrtur, ja, þá var greinilega þrátt fyrir allt ástæða til þess að veita viðkomandi hæli.....
mbl.is Fimm Írakanna handteknir á flugvellinum í Baghdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæmdarmorð

Annar bloggari hér skrifar að faðirinn sé greinilega geðbilaður...
Held því miður að það sé ekki rétt þó svo að það ætti að vera augljósasta ástæðan
fyrir svo "geðveikislegum" og tilgangslausum glæp.
Þetta er svokallað sæmdarmorð og því miður ekkert einsdæmi.
Í sumum múslímskum löndum fær maður enga refsingu fyrir sæmdarmorð, í
öðrum mun mildari refsingu ef að ástæða morðsins er sú að verið sé að verja
"heiður" fjölskyldunnar.
Ekki er þetta heldur einskorðað við austurlönd fjær, heldur gerist þetta víða í
Evrópu líka... td. kaupmannahöfn sem að er nú bara steinsnar frá okkur.

Ég er sammála bloggaranum sem að ég vitnaði í áðan um að það er ótrúlegt
hvað hægt er að gera í skálkaskjóli trúarbragða, sæmdarmorð tíðkast nær
eingöngu hjá múslímum.
Væri óskandi að þetta fólk hætti að lifa á miðöldum, við eigum engan vegin
að sætta okkru við slíkt í hinum verstræna heimi. Hvergi á að sætta sig við
slíka meðferð á konum og stúlkum.... Hvergi !


mbl.is Lét myrða dóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn við hlið látinna mæðra í Palestínu

Billede 6Í dönskum fjölmiðlum er í dag sagt frá því að ísraelskir hermenn í Palestínu hafi hindrað hjálparstarfsmenn Rauða krossins í að aðstoða sært fólk í Palestínu. Skýrsla hefur borist frá nokkrum hjálparstarfsmönnum þar sem að sagt er frá því að fjögur veik börn hafi fundist í húsi þar sem að 12 látnir einstaklingar voru, þar á meðal mæður barnanna. Ísraelskir hermenn reyndu að reka hjálparstarfsmenn í burtu, en þeir neituðu að fara. Særðir Palestínubúar eru í sumum tilfellum fluttir á hestakerrum að sjúkrabílum þar sem að sjúkrabílunum er meinaður aðgangur að hverfunum þar sem að sært fólk er. Aðrir fá enga hjálp. Nú þarf alþjóðasamfélagið að fara að grípa til frekari aðgerða. Ísraelar fá fyrir augum okkar að myrða Palestínumenn, Skv nýjustu tölum eru á 7.hundrað manns látin og þám tugir barna. Hvernig væri brugðist við ef að Hamas væri á sama hátta að slátra Ísraelum ? Ég varpa bara þessari spurningu fram og svo getur hver svarað fyrir sig.... Nánar á www.politiken.dk
mbl.is Hætta á að átökin breiðst út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhöfðun mannréttinda..

2008 og svona á sér ennþá stað. Virkar ótrúlegt, og er sem betur fer fjarlægt í okkar heimshluta, en þess þá heldur mikilvægt að við gleymum því ekki. Kveikjum á kerti fyrir Nahla Hussain og öllum öðrum sem að hafa týnt lífi sínu eða setið í fangelsi í baráttu sinni fyrir mannréttindum...
mbl.is Kvenréttindakona afhöfðuð í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fór í rautt

Ég held að það skipti máli að fara í rautt og sýna stuðning í anda... þetta veldur vitundarvakningu ef ekki annað. Vorum tvö á mínum vinnustað í rauðu og sá almennt ekki mörg í rauðu... kannski verður þetta búið að berast frekar út á morgun. Hörmungar, stríð og óréttlæti á jörðinni okkar eru aldrei of fjarlæg fyrir okkur... munum eftir rauða litnum.....
mbl.is Fólk hvatt til að mæta í rauðum bolum á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skyndibitinn þjóðarréttur ?

Manni gæti svo sem dottið það í hug þegar maður keyrir um götur borgarinnar...
Hef svolítið verið að velta fyrir mér holdarfari landans síðan ég flutti aftur heim. Hafði áður leitt hugann að því að það væri eins og íslendingar væru að verða fyrirferðameiri með hverri heimsókninni minni hingað til landsins. Sérstaklega tók ég eftir börnum og unglingum sem að virðast vera að fitna mjög mikið.
Ástæðan fyrir því að maður er yfirhöfuð að ræða þetta er jú heilsufar fólks... eins og flestum er kunnugt um þá getur offita orðið það mikil að hún fer að ógna heilsu fólks. En hver er svo ástæðan fyrir þessari þyngdaraukningu þjóðarinnar ? Ja, það er nú sennilega ekki flókið mál, af hverju þyngist fólk ? Fyrir utan örfáar undantekningar er aðeins um að ræða tvennt : Rangt mataræði og of litla hreyfingu, og hananú.
Matarmenning er mér talsvert áhugamál, og hluti af því að ferðast er td.að skoða matarmenninguna og kynnast landinu í gegnum hráefni og matargerð... Flestar þjóðir hafa sína siði og venjur í þessu sem öðru og hefur matargerðin jú ævinlega mótast af aðstæðum, fjárhag, loftslagi, landfræðilegri legu landsins og ýmsu öðru. Sama er hægt að segja um matarmeningu okkar íslendinga, allavega fyr á tímum... Við nýttum td allt sem að hægt var að nýta af sauðkindinni og allt sem að við náðum í úr sjónum. Söltuðum svo, þurrkuðum og súrsuðum allt sem við náðum í og af þessu hefur matarmenning okkar auðvitað mótast. Áður fyr borðaði fólk einnig feitmeti til að halda súl á kroppnum og hitanum. Frjálslegt holdarfar þótti tákn um velmegun og var litið öfundaraugum.
Sem betur fer höldum við enn í sumar hefðanna og flestir landsmenn hafa allavega einhvertíma lagt sér til munns okkar þjóðlegu rétti þó svo að það séu sennilega fáir sem að í dag alast upp við þá sem hið daglega brauð.
Siðustu ár hefur matarmenningin á íslandi breyst mikið í takt við hnattvæðinguna almennt, möguleika á framandi hráefni, og áhrif frá öðrum menningarheimum. Alls kyns veitingastaðir hafa sprottið upp og er þetta nú flest til þess að auðga matarflóruna hér á landi.
Eina tilhneiginguna hér á landi skil ég þó engan vegin... og það er blessaður skyndibitinn sem að mér finnst vera að tröllríða öllu meira en góðu hófi gegnir. Ef að maður litast um þá er langmesta og auveldasta aðgengið að tilbúnum mat, td. í hádegnu, á skyndibitastöðum þar sem að áhersla er lögð á pizzur, hamborgara, franskar, djúpsteiktann kjúkling og annað í þeim dúr. Þetta er að mínu áliti i fyrsta lagi alger lágmenning innan matarmenningarinnar og í öðru lagi mjög heilsuspillandi fyrir landann.
Ekki misskilja mig, ég er ekki að fara fram á algerann heilagleika ! Hamborgarinn getur verið fastur liður í vegasjoppunum úti á landi og pizzan er ágæt á næturvöktum....
Nú er mig hinsvegar farið að gruna að heilar kynslóðir séu að vaxa hér upp sem að fá stóran hluta af daglegum kaloríuskammti sínum frá slíku fæði og finnist það hreint alveg sjálfsagt. Er hrædd um að þessir krakkar séu hreinlega ekki frædd nægilega vel um holla fæðu og mikilvægi hennar.... gæti það verið ?
Hreyfingin eða vöntun á sömu er svo algerlega kapítuli út af fyrir sig, og ekki síður mikilvægur. Ætli fólk viti td. almennt að hreyfing er góð fyrir heilsuna hvort sem að þú grennist eða ekki ? Líkamsrækt snýst ekki um útlit, númer eitt, heldur um að halda maskínunni, kroppnum okkar gangandi eins og best verður á kosið... en meira um það seinna... ég spyr allavega: hvert erum við að fara, og viljum við yfirhöfuð fara þangað ?

En ein aðvörun að lokum... Frést hefur að sá misskilningur hafi komið alloft upp undanfarið að ferðamenn sem að lent hafa á íslandi hafi talið flugvélina hafa villst af leið, alla leið norður til ameriku í stað þess að fara til íslands. Ástæðan fyrir þessu er talin vera gríðarlegt magn ameríska fánans í íslenskum verslunum, auglýsingar um ameríska daga og jafnvel auglýsingar á "amerísku" í ljósvakamiðlum. Bara svo að ykkur bregði ekki í brún ef að einhver túristinn spyr um rútuna til New York....
Have a nice day!


Saving Iceland í kastljósinu

Ég horfdi á kastljósid í kvöld eins og svo oft ádur og ástædan fyrir thví er ad sjálfsögdu ad tharna er á ferdinni ágætur tháttur thar sem ad margt áhugavert er rætt.
Ég get thó ekki setid á mér med ad nefna vonbrigdi mín yfir thví hvernig farid var ad í vidtalinu sem ad fréttakona kastljóssins átti vid Sigurd Hardarsson talsmann Saving Iceland, í thættinum í kvöld. Hvad vard um hlutlausa fréttamennsku sem ad er til thess fallin ad varpa nánara ljósi á hlutina án thess ad taka afgerandi afstödu? Af thesskonar fréttamennsku sást allavega hvorki tangur né tetur í kvöld.
Fréttakona kastljóssins hafdi augljóslega tekid afstödu og virtist hún (allavega kom mér thad thannig fyrir sjónir) eindregid á móti samtökunum Saving Iceland. Thetta vidtal var ad mínu áliti thví midur frekar ófagmanlega gert og spurningarnar lélegar. Ég fékk hroll thegar ad hún klikkti út med thví ad spyrja Sigurd hvort ad hann væri ad líkja Alcan vid nasisma ??? hvers konar ályktun er thetta ad varpa fram í fjölmidli ? Alveg ömurlegt ad mínu áliti.
Sigurdur aftur á móti stód sig vel finnst mér, og ég tek thad fram ad ég er engin sérstök fylgiskona samtakanna Saving Iceland, ég hreinlega thekki samtökin ekki nógu vel til ad láta í ljós skodun mína, en hitt er annad mál ad ég sé ekki annad en svona samtök eigi sér fullkomin tilverurétt hér á landi og fullann rétt á thví ad n´yta sér sitt tjáningarfrelsi eins og annad fólk.
Fyrst ad ég er komin inn á thetta mál yfir höfud... í sambandi vid vidbrögd lögreglu vid mótmælunum um daginn... búum vid í lögregluríki, eda vid l´ydrædi ? Sídan hvenær eiga fridsamleg mómæli ekki rétt á sér ? Ég bara spyr. Mér finnst tónninn á móti thessum samtökum almennt sjokkerandi. Thetta ber keim af thví ad tharna eru á ferdinni fámenn samtök, skipud ungu, valda og peningalausu fólki sem ad stillir sér upp á móti ríku, valdamiklu bákni.... íslendingar vaknid, og setjid upp krítísku gleraugun, ég bid ykkur.
Og afsakid vöntun á íslenskum stöfum !
Eigid gott kvöld.
Ingunn

88 The magic number

Ég man ekki eftir hvenær 88 atkvæði skiptu síðast þvílíku máli. Guði og Hafnfirðingum sé lof og dýrð... neitaði að trúa að niðurstaðan yrði önnur en óttinn bærði þó aðeins á sér. Spurningin er bara núna, mun Alcan ekki finna einhverjar leiðir til að fá sínu fram þrátt fyrir niðurstöðuna í kvöld... En geymum svartsýnistal og gleðjumst yfir því að lýðræðið skuli þrátt fyrir allt fá sinn gegnumslagskraft af og til. Eitt stig fyrir græna litinn.

Amen


Hver kann að reikna?

Í dag þyrmdi algerlega yfir mig.  þetta hefur að vísu brunnið á mér í langann tíma en það var einhvernvegin eins og mælirinn hefði fyllst í þessari viku.   Hvernig getur það verið að við lifum í samfélagi þar sem ad allt of stór hluti fólks verður undir í lífsgæðakapphlaupinu og bókstaflega liggur hjálparlaust eftir í forugum dekkjaförunum sem að jeppar forréttindafólksins skilja eftir sig..?  Maður skyldi ætla að eftir því sem að fólk á stærri bíl öðlist það meiri yfirsýn, en því virðist öfugt farið, fólk situr í sínum fílabeinsturnum, blint á aðstæður náungans og eftir því sem að jeppaeign forréttindafólksins eykst (nokkuð sem að ég sé sem hlutgerving þróunarinnar hér á landi) því rýrari verður réttur hinna og því minni meðvitund verður í samfélaginu um þetta óréttlæti.

Tökum dæmi sem að er mér nærstætt. Hér á landi blómstra lyfjafyrirtæki og apótek sem aldrei fyr. Álagning á lyf er gífurleg og eins og fram hefur komið nýlega eru lyf hér á landi mun dýrari en í nágrannalöndunum. Auk þess borga ísendingar mun meira fyrir heilbrigdisþjónustu en fólk í okkar nágrannalöndum, þetta til samans gerir að það er mjög dýrt að veikjast á íslandi, svo einfalt er það. Við borgum minni skatta en nágrannar okkar á norðulöndunum og borgum á móti minna fyrir hina ýmsu þjónustu frá hinu opinbera, og þar er heilbrigdisþjónustan sennilega efst á blaði. En hver notar heilbrigðiskerfið mest? Hver fer flestar ferðir í apótekið til ad leysa út þessi dýru  lyf? Er það sama fólkið og nýtur mest góðs af lágri skattaprósentu ? Kemur þetta út á eitt?  Mitt svar er nei... alls ekki. Við mér blasir að það fólk sem að mest á undir höggi að sækja fjárhagslega og félagslega, það líður fyrir þetta fyrirkomulag okkar. það þénar lítið og finnur minna fyrir tekjuskattinum og enn minna fyrir hátekjuskatti en aftur á móti er það háð heilbrigðiskerfinu og lepur dauðann úr skel einmitt þess vegna. Við sem erum meira forréttindafólk, höfum góð laun og góða heilsu, sjö, níu, þrettán, við högnumst af þessu. Fyrir okkur er auðvitað miklu hagkvæmara að hafa þetta svona, við fáum stærri prósentu af laununum okkar í vasann, frábært, ekki satt ?  Ef að þetta er ekki ójöfnuður þá veit ég ekki hvað, og þetta leyfi ég mér að segja þrátt fyrir ályktanir í aðra átt sem að ýmsir einstaklingar, hlaðnir hagfræðigráðum hafa sett fram í fjölmiðlum , svo flókið er reikningsdæmið ekki, eða hvað?

Aftur og aftur hef ég lent í því að skrifa út lyfseðil til fólks sem að svo segir mér að ég geti alveg eins sparað mér pappírinn þar sem að það hafi engan vegin efni á því að leysa hann út! Meira að segja foreldar sem að hafa ekki efni á nauðsynlegum lyfjum fyrir börnin sín, en foreldrar ganga nú oftast langt til þess að veita börnum sínum það nauðsynlegasta. Dæmi eru um ad læknar fari í eigin vasa til þess að tryggja það að skjólstæðingurinn fái nauðsynlegt lyf.  Samtök mönnuð sjálfboðaliðum safna saman með mikilli vinnu, fé til þess ad illa staddar fjölskyldur geti keypt lyf. Og þetta er á íslandi, íslandinu okkar þar sem að allt er til alls.... fyrir suma, vel að merkja. Íslandið okkar, draumalandið. ´

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Ingunn bloggar

Höfundur

Ingunn Ósk Ólafsdóttir
Ingunn Ósk Ólafsdóttir
Þetta blogg er aðallega sprottið af þörf höfundar til að tjá sig um mannréttindamál hverskonar.. já og flest það sem að kemur við réttlætiskenndina, allt sem að minnir á að við eigum aldrei að hætta að berjast fyrir betri heimi....
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Billede 6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband